Veltur

Sidustu tvo daga hef eg verid a bilveltu namskeidi i Detroit. Namskeidid var frabaert og eg er buinn ad vida ad mer gridarlega mikid magn af upplysingum um bilvelturannsoknir. Sem er flott thvi vid hja RNU erum ad fara ad gera bilvelturannsokn. Hmm, kannski verdur haegt ad fa visindagrein birta upp ur theirri rannsokn, hver veit hvad visindamadurinn Saevar laetur ser detta i hug. Thad hefur komid mer a ovart ad svo virdist vera ad bandarisku visindamennirnir notast meira og minna vid SI einingarkerfid, their virdast vera ad haetta ad notast vid Imperal kerfid, thad er milur, gallon tommur og svo frv. Gott mal thad.


Detroit, here I come

Jajja, tha er minn madur buinn ad halda fyrirlestur fyrir heldur Veehicle Compatibility serfraedinga i heiminum. Allavegnna tha hef eg fylgismenn i fraediheiminum ad upphaekkanir jeppa er otrulega heimskuleg fyrir oryggi a vegunum, ekkert nema gott um thad ad segja, nema ad eg held ad logum og reglum verdi ekki breytt strax heima, nema ad that verdi slys sem nai kastljosi fjolmidla. Slys eins og Sudurlandsvegs slysid sem fjallad var um i kastljosi um daginn, eg tok thad fyrir i fyrirlesti minum i dag, hraedilegt slys. Bilar eiga ekki ad vera that hair, ad their fari upp a hudd hins bilsins, thannig er thad nu bara.  Eg nenni ekki ad skrifa meira i bili, laet meira flakka um thessa aevintyralegu for seinna.

Reykjavíkurborg og börn

Hér fer lýsing af þriðjudagsmorgninum eftir páska hjá mér.

6:50:

Drengurinn vaknar og farið er á ról. Konan liggur veik og getur sig lítið bært, enda ólétt af þriðja barninu. Við feðgarnir förum upp og fáum okkur morgunmat. Smá sjálfstæðisbarátta kemur upp eins og venjulega. Dóttirin vaknar svo eilítið seinna og kemur upp til okkar í morgunmatinn. Þetta ferli gengur yfirleitt ekki alveg snurðulaust fyrir sig, og þá síður eftir svona frí. Ég reyni yfirleitt að glugga í blöðin yfir kaffibollanum á þessari stund, þannig að ef ég blogga einhverja steypu um eitthvert málefni í framtíðinni, þá er það v.þ.a. ég hef einungis náð að lesa hálfa fréttina. Þá vitið þið það.

 

8:20

Fjöldi ekinna kílómetra: 0, staðsetning: Víkurbakki 24

Allir komnir í útiföt og hersingin fer út í bíl. Það tekur smá tíma að koma bílnum af stað, enda er svolítið gaman að labba um í snjódrífunni sem kom um nóttina og pabbi þurfti að skafa.

 

8:35

Fjöldi ekinna kílómetra: 4, staðsetning: Hraunbær

Allir út úr bílnum hjá dagmóður drengsins.

 

8:55

Fjöldi ekinna kílómetra: 9, staðsetning: Gvendargeisli

Kominn í leikskóla dótturinnar. Hann er uppi við Reynisvatn, en þar bjuggum við áður. Það hefur skapað okkur talsverð vandræði að fá ekki dóttur okkar flutta um leikskóla.  Við skiptum um húsnæði í janúar, og höfum þurft að fara með stelpuna alla þessa leið í nú 3 mánuði.

 

9:55

Fjöldi ekinna kílómetra: 20, staðsetning: Flugvallarvegur

Kominn í vinnuna. Ég reyndar stoppaði í Byko, það skýrir c.a. 20 min.

 

Ég ek 20 km á leið í vinnuna í stað 6 km. Þetta eru því 28 km aukalega á dag (fram og til baka), þetta gerir um 6 kg af koltvísýringslosun aukalega vegna manneklu á leikskólum. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu þá fá fást greiddar 68 kr. Fyrir hvern ekinn km á einkabíl. Það gera 1904 kr í aukalegan kostnað vegna aksturs á dag. Að auki kemur gríðarlegur kostnaður vegna þess tíma sem í þetta fer ásamt þeirri áhættu sem á börnin er lagt að sitja í bíl alla þessa vegalengd.

Jajja, en okkur hjónunum skilst að flutningurinn fáist í gegn um næstu mánaðarmót, frábært. Þetta tímabil hefur þá staðið í ca þrjá og hálfan mánuð, þetta gerir um 400 kg af losun koltvísýrings, 133.280 kr í ferðakostnað, stress, time is money og svo mætti áfram telja. En í batnandi borg er best að lifa, nú er bara næst að ráðast á lóðaskort og samgöngur.


41 einbreið

Við hjónakornin skelltum okkur austur á land um páskana. Þetta er æði löng leið að keyra og okkur til dægrastyttingar þá töldum við einbreiðu brýrnar á leiðinni. Við ókum áleiðis austur Suðurlandsveg til Egilstaða að morgni Skírdags og sólin skein sínu fegursta. Niðurstaða þessarar rannsóknar var að um 41 einbreið brú var á leiðinni frá Reykjavík til afleggjarans yfir Öxi og svo í Skriðdal til Egilstaða. Því er einsett að verkefnin eru æði mörg sem Vegagerðin hefur fyrir stafni.
Annað sem var eftirtektavert var að aka nýju göngin undir Almannaskarð, þau höfum við ekki ekið áður. En það var ansi íronískt að aka undir gamla veginum að gangnamunnanum vestan meginn. Vegurinn er ansi ískyggilegar svona séður að neðan. Ég minnist ekki að hafa fundist hann vera svona hrikalegur áður. Furðulegt fyrirbæri sem mannsheilinn er, við virðumst meta áhættu eftir því hvaða valmöguleika við höfum. Eðlislægt áhættumat er því afstætt og háð vali sem einstaklingurinn hefur hverju sinni.

Það er ansi merkilegt hvað í raun er búið að byggja mikið af húsnæði hér á Egilstöðum, og allt hefur þetta selst á endanum. Það er virkilega gaman að sjá að íbúar miðausturlands hafa fengið að prófa þenslu og jákvæðan hagvöxt eins og við íbúar höfuðborgarsvæðisins þekkjum svo vel. Meira að segja er tengdamamma kominn í rekstur, og þá er nú mikið sagt. Hún er farin að reka kósí gistiheimili hér rétt fyrir utan bæinn, nánar tiltekið á Eyvindará. Endilega kíkið á heimasíðu setursins, http://www.eyvindara.is/. Og ef ykkur vantar nætustað þegar þið lesendur góðir farið á hreindýr eða eitthvað þvíumlíkt þá er ég þess fullviss að konan taki vel á móti ykkur.

Í gær fórum við svo í brullaup til Breiðdalsvíkur, gaman af því. Greinarhöfundur þakkar fyrir sig og óskar brúðhjónunum Frú Ragnheiði Örnu og Guðjóni ynnilega til hamingju með fallega og skemmtilega athöfn og þrusu veislu á eftir. Dísös hvað þorskurinn var góður, ohh, og koníakið á eftir með kaffinu og terunni. Ég vil því að gefnu tilefni þakka almættinu fyrir að setja mig niður á þessa breiddargráðu á þessu tímaskeiði jarðarinnar. Það verður ekki af því skafið að við höfum það glimrandi gott eftir gott uppbyggingarstarf kynslóðanna á undan.

Og svona til að botna lesturinn, þá verð ég nú að segja það að eldriborgarar þessa lands eiga það skilið að kostningarnar fái nú að snúast um þeirra mál. Við getum ekki verið þekkt fyrir að bjóða ekki öllum upp á einbýli síðustu æviárin sem og að það Á EKKI að þekkjast að hjón séu aðskilin á síðustu metrunum. Lögum það.


Það tókst

Loksins tókst mér að opna síðuna aftur. Ég hef hug á að setja hugrenningar mínar niður á þessa síðu í framtíðinni. Þetta er tilraun tvö til að hefja slík skrif, í þetta skipti ætla ég ekki að skrifa nema að ég finni mikla hvöt í mér að koma einhverju á framfæri við alheiminn. Því skulu lesendur ekki búast við daglegum færslum, en vonandi verða færslurnar glimrandi góðar og fræðandi þegar þær koma.
-----------------------------------------

Ég held að dóttir mín geti orðið fyrirtaks verkfræðingur. Hún er kominn með góð tök á því að virkja eigintíðni til að róla og svo um daginn sagði hún við mig þegar við vorum að aka heim úr leikskólanum; pabbi, ekki fara hratt, ég vil ekki fara hratt. Þegar maður keyrir, sko, þá hreyfist vegurinn.

Þetta er eiginleiki sem góður verkfræðingur þarf að hafa, þ.e.a.s. að velja sér hentugt hnitakerfi í það og það skiptið.
-----------------------------------------

Annars er það af mér að frétta að ég er að fara til Detroit seinna í þessum mánuði að halda erindi á einni af stærstu tækniráðstefnu í heiminum, SAE WORLD CONGRESS. Þar verð ég með minn hálftíma meðal frækinna fræðimanna í mínum geira. Ekki slæmt það, ég mun svo sækja tveggja daga námskeið sem ber hið áhugaverða nafn: "Occupant and Vehicle Kinematics in Rollovers". Meira um það seinna.
----------------------------------------

Bíllinn minn er til sölu, ubarus yzagel, fæddur á því herrans ári er íbúafjöldi jarðar var 5.674.380.000 og Svíar gengu í Evrópusambandið ásamt Finnum og Austurríkismönnum. Ækið er með sjálfvirka gírskiptingu og nýskoðað. Eigandi er tilbúinn að skipta ækinu upp í yngri æki af sömu gerð, milligreiðslan verður í beinhörðum peningum af þeirri mint sem óskað er eftir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband