Lord is your saviour!

Ég fór í lúterska messu á sunnudagsmorgni með gömlu skiptinemafjölskyldunni minni úti í Ohio. Þetta var áhugaverð ferð og messan var ágæt. Kirkjan sem söfnuðurinn notast við er venjulegt hús, ekki svona hefðbundin kirkjubygging eins og við eigum að venjast heima á Íslandi, meira eins og skólabygging með stórum sal. Messan var nokkuð nútímaleg, þ.e. messan hófst með því að hljómsveit sem samanstóð af trommuleik, rafmagnsgítar og bassa spilaði nokkur gospel lög og textanum var varpað upp á vegginn bak við altarið. Síðan hóf presturinn að tala. Kallaði upp börnin og ræddi við þau í dálítinn tíma og las upp úr biblíunni. Presturinn vissi alveg hvað hann var að gera, hann var góður ræðumaður og las yfir okkur pistilinn. Ræðan hans byrjaði rólega, svo fór hann að ræða um hið illa í heiminum og kom að sjálfsögðu inn á fjöldamorðið í tækniháskólanum í Virginíu. Tár fóru að sjást meðal safnaðarins og presturinn hækkaði röst sína. Síðan stóðum við öll upp og fórum með bæn og hljómsveitin spilaði rólega tóna meðan baukur fór á milli manna til að safna fé fyrir kirkjuna. En kirkjur í BNA fá ekki tjekka í hverjum mánuði frá Sámi frænda eins og hér heima. Þegar það var búið var altarisganga og allir fengu nokkra dropa af messuvíni. Alltaf spilaði hljómsveit hússins rólega tóna undir. Er það var búið lauk presturinn messuna með því að minna fólk á að fylgja guði í öllu, fá fyrirgefningu sinda sinna og allt það. Söfnuðurinn var enn í sorg eftir ræðuna enn þá hóf hljómsveitin að spila kröftugt gospel og aftur var textanum varpað upp á vegginn fyrir aftan altarið. Fólk söng með “Lord is your savior”, “Lord loves you”, “Follow the lord” og rétti hendur til himins. Þar með hætti söfnuðurinn að vera sorgmæddur og gekk út úr kirkjunni með bros á vör og rauðleit augu. Presturinn hafði stimplað sig inn sem leiðtogi safnaðarins enn á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband