Þetta er ótrúlega merkileg frétt

Einn af upphafsmönnum rannsókna á sviði lífaflfræði og þá krafta sem líkaminn getur tekið upp, John Paul Stapp, gerði margar merkilegar rannsóknir og nafn hans lifir vel í slysarannsóknargeiranum. Hann var einna frægastur fyrir að athuganir á sjálfum sér, hann ók ökutæki einu sem bar nafnið "Sonic Wind" upp í 632 mílur á klst og stöðvaði það á 1,4 sekúndum. Með öðrum orðum hann varð fyrir fertugfaldri þyngdarhröðun. Sjá nánar um þennan merkilega vísindamann á síðunni http://www.stapp.org/stapp.shtml

Annars þá getur líkaminn staðist ansi mikla hröðun. Þarna skiptir sá tími sem hröðunin verkar á líkamann ansi miklu máli og hvernig kraftayfirfærslan er. Ég hugsa að þessi ökuþór sem fréttin fjallar um hafi einungis fundið fyrir þessari miklu hröðun, þ.e. 75 G í fáar millísekúndur. Samt sem áður þá sýnir þetta og sannar hvað góður og vel hannaður öryggisbúnaður í ökutækjum getur gert fyrir aðila í slysum.

Góðir lesendur, munið eftir að spenna beltin.


mbl.is Kubica lifði af 75 falda þyngdaraflshröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband