Skildu Varmársamtökin vita af þessu?

Ég fór að veiða í gær í Varmá/Þorleifslæk. Það er áin/lækurinn sem rennur við Hveragerði. Ég veiddi tvo. Annar var c.a. 10 cm urriði, hann lét lífið í átökunum. Hinn var ca. hálft pund, ég sleppti honum.

Við vorum mest að veiða rétt við seiðaeldið sem er nokkuð fyrir neðan þjóðveginn, þaðan fær fiskurinn í læknum ókeypis fæði og húsnæði og skal engan undra hvers vegna hann er latur að eltast við mis vel hnýttar flugur þarna eystra. Seinna um daginn rölti ég upp lækinn, svona 500 metra sunnan við þjóðveginn fann ég vonda lykt sem ég taldi sjálfum mér í trú að væri hveralykt. Í hyl þar sá ég fisk og nú fór adrenalínið af stað. Orðin "Þetta er hveralykt" runnu reglulega í gegn um heilann en svo kárnaði gamanið. Kollegi minn sem var þá á vappi á bakkanum þar sem ég stóð úti í læknum, kallaði á mig og sagði mér að hunskast í land að kíkja á náttúrufyrirbæri sem lá marandi í hálfu kafi. Fyrirbærið var ekkert annað en mannasaur takk fyrir.

Þetta var þá ekki hveralykt

Varmá/Þorleifslækur er rangnefni og tilnefni ég hér með nýtt nafn á þessa skíta sprænu

Í vatni upp á ökkla
og hveralykt ég ætla
Fékk bóndinn drullu mikla
og niður setti brækur
Ohh, hvílíkur stækur
Nú er Varmá Lollalækur

Við félagarnir pökkuðum saman, ókum í bæinn og önduðum að okkur ALVÖRU hveralykt á hellisheiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband