Ég fékk að finna fyrir þessu

Aðfararnótt sunnudags ákvað nágranninn minn að halda partý. Partýið byrjaði um miðnætti og um kl 3 fór undirritaður ansi pirraður yfir og las yfir honum pistilinn, enda var þá ekkert fararsnið á veislugestum og þrýstibylgjur frá hljómfluttingiskerfi granna urðu stærri í sniðum eftir því sem hafði liðið á nóttina, í gegn um tónlistina komu svo öskur og læti, trömmp og hlátrasköll og allt annað sem hefðbundnu skrílspartý fylgir.

Um 3:30 brast svo þolinmæðin og minn hringdi á lögregluna, það hefur undirritaður aldrei gert áður. En áköf rödd í símanum svaraði að

"jahh, nú er ástandið í Reykjavík þannig að lögreglan getur ekki sinnt heimaútköllum".

Þannig fór nú með það. Hótun mín um að kalla til lögregluna ef granni færi nú ekki að hafa sig hæfan féll um sjálfa sig. Partýið lognaði svo ekki út af fyrr en rétt um 6:00 og ég gat sofið í um 1/2 tíma, en sonur minn vaknaði hress og kátur um 6:30 og vildi að sjálfsögðu fá serveraðan morgunmat med det hele.


mbl.is Fjöldi slagsmála á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband