Við þurfum nýtt hagstjórnartæki

Oft hefur Davíð mælt vel og hér gerir hann ekki undantekningu á því. Ekki það að í orðunum "Höfum ekki efni á að tapa í baráttunni við verðbólguna"  felast engin vísindi. Ég vísa í síðustu færslu mína um hagstjórnartækið stýrivexti seðlabankans http://saevarl.blog.is/blog/efastu/entry/353389/ . Ég er þess fullviss að hægt sé að koma upp betra hagstjórnartæki en við höfum til taks í dag. Annað hvort með því að bæta það sem fyrir er, nú eða koma upp nýju tæki ss breytilegri greiðsluprósentu í lífeyrissjóði eins og ég útlista betur í fyrri færslu.


mbl.is Davíð: Höfum ekki efni á að tapa í baráttunni við verðbólguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæll Sævar.

Ég sá myndina hjá þér. Er þetta ekki vinur okkar hann Adam Smith?

Vissir þú að hann var Samsæriskenninga Klikkhaus, sem óhræddur lét út úr sér í Auðlegð Þjóðanna

"Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeðfelda regla valdhafa mankyns (the masters of mankind)." Bók I, kafli IX. og "Hver sem ímyndar sér að valdhafar (masters) koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróður um heimin og um umræðuefnið." Bók I, kafli VIII.

Smá hugvekja í byrjun dags. 

Jón Þór Ólafsson, 6.11.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Sævar Helgi Lárusson

Sæll Jón Þór, áhugavert innlegg hjá þér þér, ég þakka það. Mannshugurinn er undarlegt verkfæri og við (mannskepnan) virðumst í sífellu ljúga að sjálfum okkur til að gera lífið bærilegra. Þetta sjáum við síendurtekið í bílslysarannsóknum, en þar gerir einstaklingurinn oft mistök sem hafa afar afdrifarík áhrif. Mistök sem eru svo dýrkeypt að við leitumst við að finna atriði sem eru okkur í hag í atburðarrásinni. Ég get nefnt mjög algengt dæmi:

Aðili sem keyrir aftan á annann, hann er í órétti og skv umferðarlögunum skulu ökumenn gæta að því að geta ávalt stöðvað ökutækið á þeim hluta vegarinns sem ökumaðurinn hefur yfirsýn yfir. Samt sem áður segja flestir í fermingarveislunni þegar slysið ber á góma að aðilinn fyrir framan hafi snöggbremsað, jafnvel á grænu ljósi og svo frv.

Það er óþægilegt fyrir mig að hugsa til þess að krónurnar sem ég set í mjólk og brauð fari í lystisnekkjur og lúxusbíla í lange bane hjá örfáum, og engu skiptir hvar ég versla. Þá er mun þægilegra fyrir mig að hugsa um pokasjóð ákveðinnar verslunar og málefnin sem þar fá styrk.

Sævar Helgi Lárusson, 6.11.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband