Færsluflokkur: Bloggar

Mjóifjörður

Jajja, þá er stórfjölskyldan kominn í bæinn eftir vikudvöl fyrir austan. Ferðin var góð og veðrið lék við okkur allan tíman. Það var reyndar farið að kólna síðustu dagana, en það var bara gott því annars hefðum við ofhitnað eftir eindæma veðurblíðu í allt sumar.

Á sunnudaginn fórum við í Mjóafjörð og fengum þar uppáhellt kaffi og með því. Mjófirðingar eru með kaffihlaðborð að ég held tvisvar á sumrin og það var margsetið enda var það sem í boði var afar einstakt. Fyrst ber að nefna upplifunina að aka niður í fjörðinn. Vegurinn er mjór og mjög brattur þar sem hann læðist í hlykkjum niður hlíðina og fer hann alla leið niður í fjöruborðið.

Mjóifjörður

 Síðan er ekið austur út fjörðinn og inn í lítið þorp. Ef ekki væri fyrir bílaflotann þá er ekki mikið sem minnir á nútímann og náttúran er með eindæmum falleg á þessum stað á landinu. Þó ekki væri komið nema rétt fram yfir miðjan júlí þá voru berið orðin æt og nokkuð stór. Ekki þótti börnunum það leiðinlegt.

Næst er að nefna að hlaðborðið var að sjálfsögðu ljúfengt heimabakað og sætt, saknaði þó að sjá ekki pönnukökur eða vöfflur. Verðið var 1200 kall á manninn og frítt fyrir börn. Það finnst mér sanngjarnt verð fyrir svona kræsingar á slíkum stað. 

Enn að selja 92 octan

Landfylling

Svo var að sjálfsögðu farið í framkvæmdir og tilraun gerð til að auka undirlendi á þessum frábæra stað.

Mæli með ferð til Mjóafjarðar, á eftir að fara aftur einn hvern daginn og eyða aðeins meiri tíma í að skoða náttúruna.

 

 


Ferðast um í tíma

Tími hefur oft verið nefndur sem fjórða víddin. Auðvelt er að ferðast um í hinum þremur víddunum en ferðalag í tíma er stöðugt í eina átt, sekúndu fyrir sekúndu. Þó er einn merkur maður sem bent hefur á aðferð við að stöðva tímann, Einstein benti svo skilmerkilega á í afstæðiskenningu sinni að ef aðili ferðast frá jörðinni á  ljóshraða þá stöðvast tíminn á jörðinni frá ferðalanganum séð. Ég held að ég láti þar við sitja að útskýra kenningu sem ég kann lítil skil á. Á sunnudagsmorguninn fór ég norður í Norðurárdal í Skagafirði, nánar tiltekið alla leið upp að Norðurá. Tilefnið var hið hræðilega slys sem átti sér stað þar um nóttina. Sendi ég samúðarkveður til allra sem þekktu þennan mann sem ekki var nema 21. árs gamall. Þar sem ég stóð uppi á hól og horfði yfir slysavettvanginn, horfði á nútímann, gamlan úr sér genginn vegkafla. Veg sem fer niður bratta brekku, í beygju og svo yfir einbreiða brú. Veg sem ökumaður hefur einungis útsýn yfir c.a. 100 til 200 metra. Á kafla brött og há vegöxl og engin vegrið. 
Nýi tíminn vs gamli
Það var kaldhæðnislegt að horfa yfir þennan hættulega vegkafla, hræðilegan slysavettvang, og svo vinnuvélar verktaka sem er að útbúa nýjan glæsilegan veg sem verður opnaður innan skamms. Nýi vegurinn kemur í stað kafla sem hefur verið þyrnir í augum vegfarenda í mörg ár, þarna eru að mig minnir fjórar einbreiðar brýr, vegurinn er mjór og oft hátt og bratt fram af, blindhæðir og beygjur. Það eina sem skyggir á þessa vegagerð er að þarna hefði verið þægilegt að gera 2 + 1 vegkafla. En það náðist ekki í gegn því miður.  

Svo var mér litið í hina áttina. Þar blasti gamli tíminn við.

Gamli tíminn

Gamall jeppi rótgróinn við hól og notaður sem stoð við girðingu. Þarna sat hann og naut útsýn yfir fjallsrót Borgargerðisfjalls. Það var rólegt og notalegt að standa við þetta flak, þarna var auðvelt að ímynda sér bóndasoninn að baksa við að losa jeppa pabba síns sem hann tók í leyfisleysi til að fara að heimsækja heimasætuna á næsta bæ. Bardúsa við moldina svo að hann komist nú með rennireyðina í hlað áður en mjaltir hæfust. Hinum megin blöstu svo við Land Cruserar landans með sína skuldahala í eftirdragi aka fram hjá enn einu banaslysinu í umferðinni.

What bird did that?

Getur einhver fróður frætt mig um hvað fuglstegund ber ábyrgð á þessum verknaði hér sem sést vel af mynd af sönnunargagni hér að neðan.

What bird did that?

Myndin var tekin í gærkveldi við Þingvallavatn en við bræðurnir fórum að "hóst hóst" sigla ásamt Helga mági bróður míns. Hér sést Helgi vatnssetja dallinn í fallegu sumarveðri. 

Vatnssetning
Eins og sjá má á þessari mynd var talsvert af mýi á svæðinu.
Málin rædd

Berð þú virðingu fyrir ökuréttindinu þínu?

Mikil skrif og umfjallanir um umferðaröryggismál hafa sprottið upp að undanförnu. Tilefnið er ærið og nú síðast kom inn á borð til fjölmiðla enn ein sorgarsaga um hraðakstur sem endaði snöggt á Hamborgarabúllu Tómasar. Ég sá fréttaskot við búlluna þar sem tekið var viðtal við Guðbrand Bogason formann Ökukennarafélags Íslands. Þar var hann að fjalla um virðingu fyrir ökuréttindum og tilhögun náms til bílprófs.

Þar hitti hann naglann á höfuðið. Við ökumenn þurfum að bæta okkur í að bera virðingu fyrir þessum réttindum. Einnig þarf að átta sig á að rétturinn til að stjórna ökutæki fellur niður ef við erum ekki til þess bær að aka. Ástæður fyrir því geta verið margskonar. Þar ber fyrst að geta ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna, þetta vitum við svo sem öll. En einnig eigum við ekki að aka ef við erum of þreytt, sljó vegna heilsufarsástæðna og fleira getur komið til.

Ástæðan er sú að athyglisgeta og viðbragðsgeta okkar skerðist við það að vera þreytt, sljóvguð og svo frv. Ef athyglin er ekki í góðu lagi, þá tökum við eftir hættum seinna en ella, og vegna þess að viðbragðið lengist þá erum við lengur að taka þá ákvörðun um hvernig við skulum bregðast við.

Tökum dæmi. Bifreið er ekið eftir götu á 50 km/klst. Skyndilega hleypur krakki inn á akbrautina. Ekki er óvarlegt að áætla að það taki ökumann sem er í góðu hæfi til aksturs frá 0,5 til 2,5 sekúndur að "byrja" hemlun. Við skulum notast við 1,5 sekúndur, þá ekur sá hinn sami um 21 m áður en hemlun hefst, og ef vegyfirborðið er þurrt malbik þá nær ökumaðurinn að stöðva ökutækið á rúmum 12 metrum frá því að hemlun hófst. Þetta gera um 33 m. En fyrir hverja sekúndu sem bætist við viðbragðstímann bætast við tæplega 14 m.

Hættan er ekki einungis sú að aka á annan vegfaranda, heldur eykst einnig hættan á útafakstri.

En umfram allt, spennið beltið og akið eftir aðstæðum, eða bara akið ekki ef svo ber undir.


Skildu Varmársamtökin vita af þessu?

Ég fór að veiða í gær í Varmá/Þorleifslæk. Það er áin/lækurinn sem rennur við Hveragerði. Ég veiddi tvo. Annar var c.a. 10 cm urriði, hann lét lífið í átökunum. Hinn var ca. hálft pund, ég sleppti honum.

Við vorum mest að veiða rétt við seiðaeldið sem er nokkuð fyrir neðan þjóðveginn, þaðan fær fiskurinn í læknum ókeypis fæði og húsnæði og skal engan undra hvers vegna hann er latur að eltast við mis vel hnýttar flugur þarna eystra. Seinna um daginn rölti ég upp lækinn, svona 500 metra sunnan við þjóðveginn fann ég vonda lykt sem ég taldi sjálfum mér í trú að væri hveralykt. Í hyl þar sá ég fisk og nú fór adrenalínið af stað. Orðin "Þetta er hveralykt" runnu reglulega í gegn um heilann en svo kárnaði gamanið. Kollegi minn sem var þá á vappi á bakkanum þar sem ég stóð úti í læknum, kallaði á mig og sagði mér að hunskast í land að kíkja á náttúrufyrirbæri sem lá marandi í hálfu kafi. Fyrirbærið var ekkert annað en mannasaur takk fyrir.

Þetta var þá ekki hveralykt

Varmá/Þorleifslækur er rangnefni og tilnefni ég hér með nýtt nafn á þessa skíta sprænu

Í vatni upp á ökkla
og hveralykt ég ætla
Fékk bóndinn drullu mikla
og niður setti brækur
Ohh, hvílíkur stækur
Nú er Varmá Lollalækur

Við félagarnir pökkuðum saman, ókum í bæinn og önduðum að okkur ALVÖRU hveralykt á hellisheiðinni.


Þetta er ótrúlega merkileg frétt

Einn af upphafsmönnum rannsókna á sviði lífaflfræði og þá krafta sem líkaminn getur tekið upp, John Paul Stapp, gerði margar merkilegar rannsóknir og nafn hans lifir vel í slysarannsóknargeiranum. Hann var einna frægastur fyrir að athuganir á sjálfum sér, hann ók ökutæki einu sem bar nafnið "Sonic Wind" upp í 632 mílur á klst og stöðvaði það á 1,4 sekúndum. Með öðrum orðum hann varð fyrir fertugfaldri þyngdarhröðun. Sjá nánar um þennan merkilega vísindamann á síðunni http://www.stapp.org/stapp.shtml

Annars þá getur líkaminn staðist ansi mikla hröðun. Þarna skiptir sá tími sem hröðunin verkar á líkamann ansi miklu máli og hvernig kraftayfirfærslan er. Ég hugsa að þessi ökuþór sem fréttin fjallar um hafi einungis fundið fyrir þessari miklu hröðun, þ.e. 75 G í fáar millísekúndur. Samt sem áður þá sýnir þetta og sannar hvað góður og vel hannaður öryggisbúnaður í ökutækjum getur gert fyrir aðila í slysum.

Góðir lesendur, munið eftir að spenna beltin.


mbl.is Kubica lifði af 75 falda þyngdaraflshröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvörun til ökumanna

Það virðist sem svo að tíminn milli mjalta og messu hjá mér sé alltaf að styttast, í báða enda, og sú þróun sér ekki fyrir endann á. Þetta hef ég mér til afsökunar á að hafa verið afar slappur í að skrásetja þanka mína inn á þennan ágæta miðil.

En hvað um það. Ég leigði mér smávaxinn villtan Vað hest (Ford Mustang) í USA um daginn.

 

Ég mæli ekki með þessum fákum við nokkurn mann. Aksturseiginleiki þessa fáks var með eindæmum lélegur. Fjöðrunin var með þeim hætti að afar erfitt var að halda ökutækinu á beinni braut á hraðbrautunum vestra og svörun við inngjöf var verri en þjónustan í prentgarði. Og þá er nú mikið sagt. En útllit bílsins er kúl, það verður ekki af honum tekið.


Fréttatilkynning frá Impregilo (baggalútur)

Mig langaði bara til að benda áhugasömum um fréttatilkynningu frá siðfræðipostulunum Impregilo, tilkynningin er vistuð á vefsvæði hinnar virtu fréttaveitu Baggalúts undir tenglinum

http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3800

Algjör snilld eins og vænta má frá þessum félögum.


Lord is your saviour!

Ég fór í lúterska messu á sunnudagsmorgni með gömlu skiptinemafjölskyldunni minni úti í Ohio. Þetta var áhugaverð ferð og messan var ágæt. Kirkjan sem söfnuðurinn notast við er venjulegt hús, ekki svona hefðbundin kirkjubygging eins og við eigum að venjast heima á Íslandi, meira eins og skólabygging með stórum sal. Messan var nokkuð nútímaleg, þ.e. messan hófst með því að hljómsveit sem samanstóð af trommuleik, rafmagnsgítar og bassa spilaði nokkur gospel lög og textanum var varpað upp á vegginn bak við altarið. Síðan hóf presturinn að tala. Kallaði upp börnin og ræddi við þau í dálítinn tíma og las upp úr biblíunni. Presturinn vissi alveg hvað hann var að gera, hann var góður ræðumaður og las yfir okkur pistilinn. Ræðan hans byrjaði rólega, svo fór hann að ræða um hið illa í heiminum og kom að sjálfsögðu inn á fjöldamorðið í tækniháskólanum í Virginíu. Tár fóru að sjást meðal safnaðarins og presturinn hækkaði röst sína. Síðan stóðum við öll upp og fórum með bæn og hljómsveitin spilaði rólega tóna meðan baukur fór á milli manna til að safna fé fyrir kirkjuna. En kirkjur í BNA fá ekki tjekka í hverjum mánuði frá Sámi frænda eins og hér heima. Þegar það var búið var altarisganga og allir fengu nokkra dropa af messuvíni. Alltaf spilaði hljómsveit hússins rólega tóna undir. Er það var búið lauk presturinn messuna með því að minna fólk á að fylgja guði í öllu, fá fyrirgefningu sinda sinna og allt það. Söfnuðurinn var enn í sorg eftir ræðuna enn þá hóf hljómsveitin að spila kröftugt gospel og aftur var textanum varpað upp á vegginn fyrir aftan altarið. Fólk söng með “Lord is your savior”, “Lord loves you”, “Follow the lord” og rétti hendur til himins. Þar með hætti söfnuðurinn að vera sorgmæddur og gekk út úr kirkjunni með bros á vör og rauðleit augu. Presturinn hafði stimplað sig inn sem leiðtogi safnaðarins enn á ný.


Veltur

Sidustu tvo daga hef eg verid a bilveltu namskeidi i Detroit. Namskeidid var frabaert og eg er buinn ad vida ad mer gridarlega mikid magn af upplysingum um bilvelturannsoknir. Sem er flott thvi vid hja RNU erum ad fara ad gera bilvelturannsokn. Hmm, kannski verdur haegt ad fa visindagrein birta upp ur theirri rannsokn, hver veit hvad visindamadurinn Saevar laetur ser detta i hug. Thad hefur komid mer a ovart ad svo virdist vera ad bandarisku visindamennirnir notast meira og minna vid SI einingarkerfid, their virdast vera ad haetta ad notast vid Imperal kerfid, thad er milur, gallon tommur og svo frv. Gott mal thad.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband