Það tókst

Loksins tókst mér að opna síðuna aftur. Ég hef hug á að setja hugrenningar mínar niður á þessa síðu í framtíðinni. Þetta er tilraun tvö til að hefja slík skrif, í þetta skipti ætla ég ekki að skrifa nema að ég finni mikla hvöt í mér að koma einhverju á framfæri við alheiminn. Því skulu lesendur ekki búast við daglegum færslum, en vonandi verða færslurnar glimrandi góðar og fræðandi þegar þær koma.
-----------------------------------------

Ég held að dóttir mín geti orðið fyrirtaks verkfræðingur. Hún er kominn með góð tök á því að virkja eigintíðni til að róla og svo um daginn sagði hún við mig þegar við vorum að aka heim úr leikskólanum; pabbi, ekki fara hratt, ég vil ekki fara hratt. Þegar maður keyrir, sko, þá hreyfist vegurinn.

Þetta er eiginleiki sem góður verkfræðingur þarf að hafa, þ.e.a.s. að velja sér hentugt hnitakerfi í það og það skiptið.
-----------------------------------------

Annars er það af mér að frétta að ég er að fara til Detroit seinna í þessum mánuði að halda erindi á einni af stærstu tækniráðstefnu í heiminum, SAE WORLD CONGRESS. Þar verð ég með minn hálftíma meðal frækinna fræðimanna í mínum geira. Ekki slæmt það, ég mun svo sækja tveggja daga námskeið sem ber hið áhugaverða nafn: "Occupant and Vehicle Kinematics in Rollovers". Meira um það seinna.
----------------------------------------

Bíllinn minn er til sölu, ubarus yzagel, fæddur á því herrans ári er íbúafjöldi jarðar var 5.674.380.000 og Svíar gengu í Evrópusambandið ásamt Finnum og Austurríkismönnum. Ækið er með sjálfvirka gírskiptingu og nýskoðað. Eigandi er tilbúinn að skipta ækinu upp í yngri æki af sömu gerð, milligreiðslan verður í beinhörðum peningum af þeirri mint sem óskað er eftir.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Sighvatsson

Það verður ekki af þér skafið herra. Þú ert nörd! Gaman að þú skulir aftur deila hugsunum þínum með okkur.

Björn Sighvatsson, 7.4.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband