Mjóifjörður

Jajja, þá er stórfjölskyldan kominn í bæinn eftir vikudvöl fyrir austan. Ferðin var góð og veðrið lék við okkur allan tíman. Það var reyndar farið að kólna síðustu dagana, en það var bara gott því annars hefðum við ofhitnað eftir eindæma veðurblíðu í allt sumar.

Á sunnudaginn fórum við í Mjóafjörð og fengum þar uppáhellt kaffi og með því. Mjófirðingar eru með kaffihlaðborð að ég held tvisvar á sumrin og það var margsetið enda var það sem í boði var afar einstakt. Fyrst ber að nefna upplifunina að aka niður í fjörðinn. Vegurinn er mjór og mjög brattur þar sem hann læðist í hlykkjum niður hlíðina og fer hann alla leið niður í fjöruborðið.

Mjóifjörður

 Síðan er ekið austur út fjörðinn og inn í lítið þorp. Ef ekki væri fyrir bílaflotann þá er ekki mikið sem minnir á nútímann og náttúran er með eindæmum falleg á þessum stað á landinu. Þó ekki væri komið nema rétt fram yfir miðjan júlí þá voru berið orðin æt og nokkuð stór. Ekki þótti börnunum það leiðinlegt.

Næst er að nefna að hlaðborðið var að sjálfsögðu ljúfengt heimabakað og sætt, saknaði þó að sjá ekki pönnukökur eða vöfflur. Verðið var 1200 kall á manninn og frítt fyrir börn. Það finnst mér sanngjarnt verð fyrir svona kræsingar á slíkum stað. 

Enn að selja 92 octan

Landfylling

Svo var að sjálfsögðu farið í framkvæmdir og tilraun gerð til að auka undirlendi á þessum frábæra stað.

Mæli með ferð til Mjóafjarðar, á eftir að fara aftur einn hvern daginn og eyða aðeins meiri tíma í að skoða náttúruna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband