Í síðasta sinn

Í gær var áfanga náð í mínu lífi. Þetta er nokkuð merkilegur áfangi, áfangi sem þó er ekki talinn til ástæðna fagnaðar né sorgar. Að öllum líkindum var álagningarseðilinn sem ég fékk í gær sá síðasti í mínu lífi þar sem ég fæ greitt frá Sámi frænda en héðan í frá á ég von á að þurfa að fara opna veskið fyrir þessum freka og gráðuga munni. Enda margir á jötunni.

Talandi um jötuna, ég mætti manni sem ég kannast aðeins við í anddyri hússins þar sem RNU (Rannsóknarnefnd umferðarslysa) hefur aðsetur og í stuttri kurteisilegri samræðu okkar bar á góma að ég starfaði nú hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Þar sem hann stóð hálfur í gættinni á leið inn í tækjasal Flugbjörgunarsveitarinnar sagði hann pent: "Það má lengi á jötuna bæta", svo kvöddumst við.

Þetta voru orð í tíma tölu. Verst að þau skildu beinast til mín í þetta skiptið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband