Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Cortes
Ég á mér nokkra uppáhalds geisladiska. Hingað til hafa tveir verið í þeim hópi, Gling gló með Björk Guðmundsdóttur og tríó Guðmundar Ingólfssonar og Íslenskir Karlmenn með Stuðmönnum og Fóstbræðrum. Hreint út sagt frábærir diskar. Ég hef tekið tarnir í að hlusta á þessa diska, fengið létt leið á þeim en þeir dúkka alltaf aftur og aftur upp í geislaspilaranum mínum (er ekki enn búinn að uppfæra tæknina hjá mér yfir í i-pod).
Og nú er spurningin hvort nýi diskur Garðars Cortes mun bætast í þennan hóp. En hann er í spilaranum þessa stundina og er ekkert á leiðinni út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.