ég sem hélt að þetta væri biluð myndavél

Ég beið á beygjuljósunum á þessum gatnamótum í gærmorgun á leið til vinnu. Á þessum stutta tíma sem ég dvaldi þarna smellti vélin af um 10 - 15 sinnum. Ég taldi þetta vera bilaða löggæslumyndavél því allir bílarnir fóru yfir á grænu ljósi. Ég hafði því ákveðið að hringja í lögregluna þegar ég væri kominn í vinnuna en gleymdi því svo vegna anna, sem betur fer því nú les ég að þetta var ekki þannig vél, heldur var verið að nappa ökuþóra fyrir að aka of hratt. Sem er svo sem ágætt því þarna er talsverð umferð gangandi vegfarenda og sú umferð á eftir að aukast með td tilkomu HR í öskjuhlíðina og alla fátæku bíllausu námsmennina sem þeirri stofnun fylgir :).

Jajja, þetta er nóg í bili því hjól atvinnulífsins snúast ekki nema að þeim sé snúið.


mbl.is Á fjórða hundrað ökumanna ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband