Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Notfærum okkur vitneskjuna
Í stað þess að gagnrýna auglýsendur legg ég til sem uppalandi að við notfærum okkur vitneskju sem lesa má úr þessari rannsókn. Það er greinilegt, var svo sem vitað áður, að hægt er að hafa veruleg áhrif á börn frá unga aldri. Því tel ég mjög mikilvægt að foreldrar, kennarar og aðrir sem hafa með uppeldi barna að gera byrji sem fyrst að kenna gagnrýna hugsun. Þó að gagnrýnin hugsun sé mörgum erfið í framkvæmd þá er hún mikilvæg fyrir alla að stunda til að komast í gegn um lífið á sem áfallalausasta máta.
Við foreldrarnir höfum miklu meiri áhrif á börnin okkar en einhver sjónvarpsauglýsing ef við bara gefum okkur tíma í að leiðbeina og fræða.
Allur matur góður ef hann er merktur McDonalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aaaaaameeeeeen!
Mikið svakalega finnst mér gaman að heyra uppalanda segja þetta. Alltof mörgum foreldrum finnst of til mikils af sér ætlast að ala upp börnin sín, greinilega.
Vandamálið er ekki auglýsingarnar. Börn og fólk einfaldlega verða að læra að Morgunblaðið hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, RÚV hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, og auglýsingar, alveg eins og fréttir, bíómyndir, teiknimyndir og bókmenntir, ber einmitt að taka með faðmlagi gagnrýnnar hugsunar.
Það vantar meira af fólki eins og þér í umræðuna um þessar líka stórhættulegu auglýsingar.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.