Sjósund

Jajja, haldið þið ekki að kallinn hafi ekki skellt sér í sjósund, takk fyrir. Ég staldraði reyndar frekar stutt við í sjónum, en farið var í Nauthólsvík. Það skal tekið hér fram að þegar skrifað er Nauthólsvík þá er ekki átt við innan garðsins heldur utan.

Það verður að segjast að kuldinn stakk vel í upphafi, hjartað tók góðan kipp upp um einhverja tugi slaga á mínútu og ég tók að efast um geðheilsu mína sem og annarra sem þetta stunda að jafnaði. Það var svo ansi magnað að koma upp úr sjónum í þeim strekkingi sem var í víkinni í hádeginu og finnast vindurinn vera heitur.

En sjaldan hefur mér þótt jafn notalegt að setja rassinn minn á kaf í heitan pott, þó það hafi tekið smá stund að fá jafnvægi í hitabúskap líkamans.

Svo er það bara spurningin: Á ég eftir að fara aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú verður að skella þér nokkrum sinnum næstu vikurnar og ég skal koma einu sinni með 

Björn Ragnar (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband