Morgunblaðið 6. febrúar 1949

Óli H Þórðar er að vinna að rannsóknarverkefni um öll banaslys í umferðinni frá upphafi bílaumferðar hér á Íslandi. Hann er með aðstöðu hjá okkur RNU mönnum og kemur alltaf reglulega út úr kompunni sinni með gamlar fréttir úr mogganum, oft og tíðum áhugaverð lestning.

Um daginn koma hann með frétt til mín þar sem sagt var frá bruna bílaverkstæðis á Blönduósi. En verkstæði þetta rak afi minn heitinn. En þessi bruni fór ansi illa með ömmu og afa því tryggingum var eitthvað áfátt. Neyddust þau til að flytja í bragga uppi í sveit sem varla hélt vatni og vindi eftir brunann og gerðust þau bændur á Orrastöðum sem er bær í eyði rétt við Húnavelli.

Talandi um bændur. Á síðunni sem Óli prentaði út fyrir mig var nokkuð um áhugaverðar fréttir, ein var á þessa leið og er bráðfyndin lestning.

Tillögur Sjálfstæðismanna um landbúaðarvjelar og jeppa samþykktar á Alþingi
______________
Alþýðuflokkurinn eini flokkurinn, sem greiddi atkvæði gegn því
______________
Alþingi samþykkti s.l. föstudag þingsályktunartillögur þær sem þingmenn úr sveitakjördæmum Sjálfstæðisflokksins fluttu um innflutning jeppabifreiða og landbúnaðarvjela. Allir flokkar þingsins greiddu tillögunum atkvæði nema kratarnir, sem sýndu skilning sinn á þörfum landbúnaðarins með því að leggjast gegn innflutningi þessara nauðsynlegu tækja.
Landbúnaðarvjelar
Tillaga um landbúnaðarvjelarnar var samþykkt með smávægilegum breytingum. Er hún á þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um að á næsta ári verði fluttar til landsins landbúnaðarvjelar eftir því sem þörf krefur, svo sem jarðýtur, skurðgröfur og aðrar stórvirkar vjelar, til að fullnægja þörf búnaðarfjelaga og ræktunarsambanda. - Einnig minni dráttarvjelar og aðrar búfjelar, eftir því sem frekast er unnt. Jafnframt verður sjeð fyrir nægjanlegum varahlutum.
Leggur Alþingi fyrir ríkisstjórn og fjárhagsráð að fullnægja þörf þeirri, sem hjer er um rætt, áður en leyfður er innflutningur á bílum.
Að sjálfsögðu ber að skilja síðari hluta tillögunnar þannig að þar sje einungis átt við aðrar bifreiðar en jeppabifreiðar.
Útúrsnúningur Alþýðublaðsins í gær byggist því aðeins eins og svo oft áður á fákænsku kratanna.
Var tillagan samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7.
750 jeppabifreiðar
Tillagan um innflutning jeppa bifreiða er svohljóðandi:
"Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að á næsta ári verði fluttar til landsins eigi færri en 750 jeppabifreiðar og hliðstæðar bifreiðar til landbúnaðarþarfa, sem eingöngu verði seldar bændum, enda verði settar strangar reglur, sem tryggi að þær haldist í sveitum landsins í eigu þeirra er landbúnað stunda.
Jafnframt verði sjeð fyrir nægum innflutningi varahluta til þessara og annara atvinnubifreiða."
Var tillagan samþykkt með 27 atkvæðum gegn 7.
Eins og kunnugt  er var tillaga Sjálfstæðismanna um að fluttir yrðu inn á þessu ári 600 jeppar en nefndin hækkaði töluna upp í 750 og studdist þar við tillögu Búnaðarfjelags Íslands, sem gert hafi þá áætlun að flytja þyrfti inn 1500 til þess að fullnægja þörfum bænda.

Skotið á Alþýðublaðið fer þarna fremst í flokki, en á þessari síðu var annað skot Morgunblaðsmanna á aðra fréttamiðla.

Reikningsútkoma Þjóðviljans nr. 2
Í þrídálka fyrirsögn Þjóðviljans í gær segir að "Íhaldið hafi samþykt að gera als ekkert fyrir atvinnulausa verkamenn"
Samkv fjárhagsáætlun bæjarins sem Þjóðviljamenn gera að umtalsefni og hafa fyrir framan sig, eru eftirfarandi samþyktir gerðar:
1. Að bæjarsjóður leggi til verkl. framkv. 20 milj.
2. Fyrirtæki bæjarins leggi fram 8 milj.
3. Auk þess virkjun Írufoss í Sogni og þar fari í verklaun 7 milj.
_____________
Samtals 35 milj.

En eftir útreikningi Þjóðviljamanna er 20,000,000+8,000,000+7,000,000 = 0 (núll). - Skyldi hæfileiki Þjóðviljans til að skýra rjett frá staðreyndum ekki reynast vera mjög nálægt núllpunktinum? Eða hvernig verður þetta fyrirbæri blaðamennskunnar skýrt á annan hátt?

Ég sprakk úr hlátri þegar ég las þessar fréttir, það var greinilega miklu skemmtilegra að lesa blöðin í gamla daga. Ég tek alla stafsetnigu upp eftir greinunum, líka kommunar í milljónunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu laumubloggari Sævar??

Ragga (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Sævar Helgi Lárusson

hehe, þetta er einskonar "fetish" hjá mér. sus, ekki segja neinum

Sævar Helgi Lárusson, 11.9.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband