Nýr miðbær

Í laugardags "Blaðinu" var kynnt hugmynd um að skipuleggja svæði undir stórhýsi fyrir stofnanir og fyrirtæki á Geirsnefi. Rökstuðningurinn var að að auðvelda verndun gamalla húsa og götumynda í 101 ásamt því að fyrirbyggja byggingu gríðarlega dýrra og umfangsmikilla samgöngumannvirkja í Reykjavík.

Heyr heyr

Þessi hugmynd féll mér að skapi og ég bjóst við að hún fengi sinn stall í umræðu næstu daga. En svo virðist sem fáir hafi lesið Blaðið á laugardaginn. Geirsnefið er tilvalinn staðsetning fyrir uppbyggingu nútíma miðbæjarkjarna. Þar má staðsetja setja niður vinnustaði fyrir þúsundir mun meira miðsvæðis en 101, þar má líka rífa niður iðnaðarhverfin beggja megin við án þess að sé verið að tapa minjum, nema að einhverjir vilji halda upp á þessi verkstæðishús. Það er nokkuð einsýnt að ef rýnt er nokkra tugi ára fram í tímann að þá mun gatnakerfi Höfuðborgarsvæðisins þurfa að taka miklum stakkaskiptum ef halda á í við uppbygginguna. Og þá mun þurfa að rífa hús, leggja malbik yfir græn svæði og svo frv.

Ég mæli með að fólk kynni sér greinina um nýjan miðbæ í Blaðinu á laugardaginn (8.9.2007)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband