Nauðsyn þess að innleiða nýtt hagstjórnartæki

Mikil ólga hefur verið í efnahagsmálum þjóðarinnar undanfarin ár. Hagvöxtur hefur verið mikill og kaupmáttur launafólks hefur vaxið. Ný vandamál steðja að hagkerfinu, vandamál sem stafa af jákvæðri stöðu efnahagslífsins.

 

Stýrivextir Seðlabankans eru ekki að hafa þau áhrif sem til þeirra er ætlast sem nánast eina hagstjórnartækið. Stjórnmálamenn eiga í erfiðleikum með að draga úr gjöldum ríkisins sem og einnig hafa útgjöld sveitarfélagana vaxið. Ýmsir hafa gagnrýnt að aðhald vanti í opinberan rekstur en ekki verður séð annað en að útþensla opinnberra aðila haldi áfram, helsta vopnið gegn útþenslunni er lækkun skatta. En lækkun skatta færir einungis peningana til. Ekki er séð að almenningur muni slá á verðbólgu við aukinn kaupmátt.

 

En hvað er þá til ráða? Í sumum nágrannalöndum okkar eru stýrivextir tengdir við breytilega vexti almenningslána, ss húsnæðislána. Þetta hefur í för með sér að litlar stýrivaxtabreytingar færa til mikla fjármuni, en aðilarnir sem vaxtaákvörðunin hefur bein áhrif á eru það margir að hver og einn ber lítinn hluta. Þetta þykir mér vera áhugaverð leið en hver fær peningana þegar vextir breytast. Og af hverju skildu lánþegar þessara lána einir standa undir sveiflunum.

 

Kannski væri hentugra að hafa breytilegan tekjuskatt. Það myndi þó hafa í för með sér að í góðæri væru skattgreiðendur að færa stjórnmálamönnum stjórn peninganna sem kæmu inn í ríkiskassann vegna hærri skattprósentu, en þá stæðu allir tekjuskattsgreiðendur að því að koma á stöðuleika. Ekki hugnast mér þessi leið en hún væri samt eflaust betri en það ástand sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár.

 

En hvers vegna ekki að koma á breytilegri greiðslu í lífeyrisjóði? Hvaða áhrif myndi það hafa? Lífeyrissjóðirnir fengju meira fjármagn í góðæri en hallæri. Undirritaður varpar fram þessari hugmynd með það fyrir sjónarmið að hún fái umfjöllun. Slík leið myndi hafa mikil áhrif, neikvæð og jákvæð. Þessa hugmynd má útfæra á margan máta og mörgum spurningum þarf að svara.

 

*       Á breytileikinn að vera á sameignar- eða séreignarsparnaði, eða báðum?

*       Eiga að gilda sérreglur um meðferð þessara fjármuna eða er nægjanlegt að um hana gilda sömu reglur og um almenna meðferð fjármuna lífeyrissjóðanna?

 

Mikilvægasta spurningin er þó hvort þetta myndi hafa jákvæð áhrif á hagkerfið og peningastjórnina.


mbl.is Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband